Með þökk fyrir ljóðlistina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2017 10:45 Jónas Reynir sté í pontu í Höfða í gær og ávarpaði gesti. Vísir/Anton Brink Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira