Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:32 Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream. Vísir/Getty Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44