Frá bjórkvöldum yfir í elegans óperunnar Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. október 2017 16:00 Söngvari, rappari, leikari og nú óperusöngvari (eða smaladrengur). Vísir/Eyþór Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna. Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna.
Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00
Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00