Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. október 2017 20:00 Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira