„Þetta var eins og heimsendir" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2017 19:00 Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára. Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára.
Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24