Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 22:12 Emmanuel Macron Vísir/Getty Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra. Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump að Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump að Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“