Segir Ásmund vísvitandi afvegaleiða umræðuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2017 10:32 Helga Vala Helgadóttir furðar sig á grein Ásmundar Friðrikssonar um málefni hælisleitenda. vísir/vilhelm „Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
„Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30
Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00