Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Helga María Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2017 22:15 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira