Sætur Daihatsu í Tokýó Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 09:58 Daihatsu DN Compagno. Hver man ekki eftir Daihatsu Charade eða Rocky bílunum sem voru hér fjölmargir á götunum á árum áður? Daihatsu fyrirtækið er langt frá því dautt úr öllum æðum þó svo bílar þeirra séu ekki lengur til sölu hérlendis. Toyota á nú ráðandi hlut í Daihatsu og fyrirtækið sérhæfir sig áfram í framleiðslu á smáum og ódýrum bílum. Ágætt dæmi um það er nýr bíll Daihatsu sem fyrirtækið ætlar að kynna seinna í mánuðinum á Tokyo Motor Show, en hann ber nafnið DN Compagno. Þessi smái bíll er með 1,0 lítra vél með forþjöppu, en mun einnig fást með 1,2 lítra vél með Hybrid kerfi. Útlit bílsins minnir mjög á bíla sem framleiddir voru á sjöunda áratug síðustu aldar, en það á sko alls ekki við innréttinguna, sem er mjög nútímaleg með stórum stafrænum skjám og hlaðinn nýjustu tækni. Stýri bílsins er klætt leðri og saumað saman með rauðum þræði og ferlega sportlegt. Svona litlir bílar frá Daihatsu eru aðallega ætlaðir á heimamarkaði í Japan og lágverðssvæði, enda ódýrir mjög.Innréttingin og mælaborðið er ólíkt ytra útlitinu mjög framúrstefnulegt. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hver man ekki eftir Daihatsu Charade eða Rocky bílunum sem voru hér fjölmargir á götunum á árum áður? Daihatsu fyrirtækið er langt frá því dautt úr öllum æðum þó svo bílar þeirra séu ekki lengur til sölu hérlendis. Toyota á nú ráðandi hlut í Daihatsu og fyrirtækið sérhæfir sig áfram í framleiðslu á smáum og ódýrum bílum. Ágætt dæmi um það er nýr bíll Daihatsu sem fyrirtækið ætlar að kynna seinna í mánuðinum á Tokyo Motor Show, en hann ber nafnið DN Compagno. Þessi smái bíll er með 1,0 lítra vél með forþjöppu, en mun einnig fást með 1,2 lítra vél með Hybrid kerfi. Útlit bílsins minnir mjög á bíla sem framleiddir voru á sjöunda áratug síðustu aldar, en það á sko alls ekki við innréttinguna, sem er mjög nútímaleg með stórum stafrænum skjám og hlaðinn nýjustu tækni. Stýri bílsins er klætt leðri og saumað saman með rauðum þræði og ferlega sportlegt. Svona litlir bílar frá Daihatsu eru aðallega ætlaðir á heimamarkaði í Japan og lágverðssvæði, enda ódýrir mjög.Innréttingin og mælaborðið er ólíkt ytra útlitinu mjög framúrstefnulegt.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira