Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 19. október 2017 07:00 Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun