Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 22:30 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira