Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 22:55 Fjöldi skotvopna fannst á herbergi morðingjans á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut hundruð manna. Vísir/AFP Fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í Las Vegas á sunnudagskvöld var góður, umhyggjusamur og rólyndur maður, að sögn kærustu hans. Hún segist hafa verið grunlaus um hvers konar voðaverk hann hefði í hyggju. Marilou Danley var stödd erlendis á meðan kærasti hennar, 64 ára gamall karlmaður á eftirlaunum, skaut tónleikagesti í Las Vegas til bana með sjálfvirkum skotvopnum út um glugga 32. hæðar hótels. Morðinginn svipti sig lífi áður en lögreglumenn gátu haft hendur í hári hans. Konan kom til Bandaríkjanna í gær og yfirheyrðu alríkislögreglumenn hana í dag, að sögn Washington Post. „Hann sagði aldrei neitt við mig eða gerði nokkuð sem ég vissi af sem ég skildi sem einhvers konar viðvörun um að eitthvað hræðilegt í líkingu við þetta ætti eftir að gerast,“ sagði í yfirlýsingu frá Danley sem lögmaður hennar las upp fyrir fjölmiðla í dag.Talin lykilvitni um hvað morðingjanum gekk tilDanley segist hafa farið til Filippseyja vegna þess að kærasti hennar hafi greitt fyrir hana far svo hún gæti heimsótt fjölskyldu þar. Bandaríksir fjölmiðlar hafa sagt frá því að fjöldamorðinginn hafi sent hundrað þúsund dollara þangað en Danley segir að féð hafi átt að fara í fasteignakaup fyrir fjölskylduna. „Ég var þakklát en í hreinskilni óttaðist ég í fyrstu um að óvænta heimferðin og svo peningarnir hafi verið leið til að hætta með mér. Það hvarflaði aldrei að mér á nokkurn hátt að hann væri að undirbúa ofbeldisverk gegn nokkrum manni,“ sagði í yfirlýsingunni. Lögreglan er engu nær um hvaða ástæður fjöldamorðinginn taldi sig hafa fyrir að myrða tugi ókunngra tónleikagesta. Danley er talin lykilvitni sem geti hugsanlega brugðið ljósi á hvað manninum gekk til. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í Las Vegas á sunnudagskvöld var góður, umhyggjusamur og rólyndur maður, að sögn kærustu hans. Hún segist hafa verið grunlaus um hvers konar voðaverk hann hefði í hyggju. Marilou Danley var stödd erlendis á meðan kærasti hennar, 64 ára gamall karlmaður á eftirlaunum, skaut tónleikagesti í Las Vegas til bana með sjálfvirkum skotvopnum út um glugga 32. hæðar hótels. Morðinginn svipti sig lífi áður en lögreglumenn gátu haft hendur í hári hans. Konan kom til Bandaríkjanna í gær og yfirheyrðu alríkislögreglumenn hana í dag, að sögn Washington Post. „Hann sagði aldrei neitt við mig eða gerði nokkuð sem ég vissi af sem ég skildi sem einhvers konar viðvörun um að eitthvað hræðilegt í líkingu við þetta ætti eftir að gerast,“ sagði í yfirlýsingu frá Danley sem lögmaður hennar las upp fyrir fjölmiðla í dag.Talin lykilvitni um hvað morðingjanum gekk tilDanley segist hafa farið til Filippseyja vegna þess að kærasti hennar hafi greitt fyrir hana far svo hún gæti heimsótt fjölskyldu þar. Bandaríksir fjölmiðlar hafa sagt frá því að fjöldamorðinginn hafi sent hundrað þúsund dollara þangað en Danley segir að féð hafi átt að fara í fasteignakaup fyrir fjölskylduna. „Ég var þakklát en í hreinskilni óttaðist ég í fyrstu um að óvænta heimferðin og svo peningarnir hafi verið leið til að hætta með mér. Það hvarflaði aldrei að mér á nokkurn hátt að hann væri að undirbúa ofbeldisverk gegn nokkrum manni,“ sagði í yfirlýsingunni. Lögreglan er engu nær um hvaða ástæður fjöldamorðinginn taldi sig hafa fyrir að myrða tugi ókunngra tónleikagesta. Danley er talin lykilvitni sem geti hugsanlega brugðið ljósi á hvað manninum gekk til.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06