Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2017 11:12 Kazuo Ishiguro. Vísir/Getty Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun. Nóbelsverðlaun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira