Óvæntasti blaðamannafundurinn á ferli Jordan var fyrir 24 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 13:00 Michael Jordan á blaðamannafundinum. Vísir/Getty 6. október 1993 boðaði Michael Jordan óvænt til blaðamannafundar en nokkrum mánuðum fyrr hafði hann unnið NBA-titilinn með Chicago Bulls í þriðja sinn á þremur árum. Michael Jordan hafði misst föður sinn um sumarið en hann var myrtur 23. júlí 1993. Í úrslitakeppninni þetta sumar höfðu líka komið fram í dagsljósið að Jordan stundaði fjárhættuspil af miklum móð og hafði hann tapað stórum upphæðum.“I don’t have anything else for myself to prove.” — Michael Jordan retires, for the first time, on this day in 1993 pic.twitter.com/8LJ2NypOdB — Darren Rovell (@darrenrovell) October 6, 2017 Það bjóst samt enginn við því að besti körfuboltamaður heimsins myndi leggja skóna upp á hillu aðeins 30 ára gamall. Það tilkynnti hann þó heiminum á þessum eftirminnilega blaðamannafundi sem varð í framhaldinu að forsíðufrétt út um allan heim. Jordan var með 32,6 stig, 6,7 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 2,8 stolna bolta að meðaltali í leik tímabilið 1992-93 en var þó ekki kosinn mikilvægast leikmaður deildarinnar. Þann heiður fékk Charles Barkley. Seinna hefur Jordan sagt frá því að hann hafi verið komið með nóg af öllu álaginu og pressunni sem fylgdi því að vera orðinn frægasti íþróttamaður heims. Hann hafi í raun verið farin að plana það að hætta árið 1992 og aukaálagið í tengslum við Ólympíuleikanna í Barcelona hafi aðeins styrkt þær áætlanir. Michael Jordan reyndi fyrir sér í hafnarbolta áður en hann snéri aftur í NBA-deildina vorið 1995. Hann hjálpaði síðan Chicago Bulls að vinna þrjá titla í röð frá 1996 til 1998 áður en hann setti skóna aftur upp á hillu. Þeir átti eftir að fara einu sinni ofan af hillunni áður en Jordan hætti endanlega fertugur að aldri.Mihcael Jordan eftir titilinn 1993.Vísir/Getty NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
6. október 1993 boðaði Michael Jordan óvænt til blaðamannafundar en nokkrum mánuðum fyrr hafði hann unnið NBA-titilinn með Chicago Bulls í þriðja sinn á þremur árum. Michael Jordan hafði misst föður sinn um sumarið en hann var myrtur 23. júlí 1993. Í úrslitakeppninni þetta sumar höfðu líka komið fram í dagsljósið að Jordan stundaði fjárhættuspil af miklum móð og hafði hann tapað stórum upphæðum.“I don’t have anything else for myself to prove.” — Michael Jordan retires, for the first time, on this day in 1993 pic.twitter.com/8LJ2NypOdB — Darren Rovell (@darrenrovell) October 6, 2017 Það bjóst samt enginn við því að besti körfuboltamaður heimsins myndi leggja skóna upp á hillu aðeins 30 ára gamall. Það tilkynnti hann þó heiminum á þessum eftirminnilega blaðamannafundi sem varð í framhaldinu að forsíðufrétt út um allan heim. Jordan var með 32,6 stig, 6,7 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 2,8 stolna bolta að meðaltali í leik tímabilið 1992-93 en var þó ekki kosinn mikilvægast leikmaður deildarinnar. Þann heiður fékk Charles Barkley. Seinna hefur Jordan sagt frá því að hann hafi verið komið með nóg af öllu álaginu og pressunni sem fylgdi því að vera orðinn frægasti íþróttamaður heims. Hann hafi í raun verið farin að plana það að hætta árið 1992 og aukaálagið í tengslum við Ólympíuleikanna í Barcelona hafi aðeins styrkt þær áætlanir. Michael Jordan reyndi fyrir sér í hafnarbolta áður en hann snéri aftur í NBA-deildina vorið 1995. Hann hjálpaði síðan Chicago Bulls að vinna þrjá titla í röð frá 1996 til 1998 áður en hann setti skóna aftur upp á hillu. Þeir átti eftir að fara einu sinni ofan af hillunni áður en Jordan hætti endanlega fertugur að aldri.Mihcael Jordan eftir titilinn 1993.Vísir/Getty
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira