Kóngurinn drekkur líka úr ánni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 10:15 Jón Svavar, Arnar Dan og Álfrún í forgrunni – Stúlknakór Reykjavíkur á bak við. Vísir/Ernir Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“ Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“
Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira