Falleg tónlist í hádeginu Jónas Sen skrifar 30. september 2017 09:15 Þau Hafdís og Svanur eru auðheyrilega fínir tónlistarmenn, segir í dómnum. Vísir/Vilhelm Tónlist Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, Ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seyði. Ljósmyndaspjall í Héraðsskjalasafninu, bókaupplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu í Gerðarsafni, tónleikar í Salnum og margt fleira. Á miðvikudaginn lagði ég leið mína í síðastnefnda húsið og hlýddi á Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Svan Vilbergsson gítarleikara. Tónlistin sem þau báru á borð var svo sannarlega fögur. Fyrst á dagskránni var Pavane fyrir látna prinsessu eftir Ravel, í útsetningu Konrad Ragossnig. Eins og óteljandi tónverk á borð við menúett, gavotte, saraböndu og passakalíu þá er pavane gamall dans, mjög hægur. Þetta er þó engin danstónlist og hún er ekki heldur helguð neinni sérstakri prinsessu. Stemningin er samt tregafull og vissulega væri hægt að dilla sér við hana ef slíkt væri í boði. Hafdís var þó langt frá því að stíga dansspor á sviðinu, hún virtist satt best að segja ekki vera komin í gang þarna í upphafi. Hljómurinn í flautunni var loðinn, túlkunin máttlaus og ekki sérlega sannfærandi. Svanur fylgdi hins vegar ásættanlega, en heildarútkoman var engu að síður flöt. Miklu betri voru Mouvements perpetuels eftir Poulenc. Hraðar flaututónarunur voru jafnar og flæðandi, fullkomlega áreynslulausar. Gítarleikurinn var líka léttur og leikandi, gæddur fjölbreyttum litbrigðum. Nokkuð síðri var prelúdían Stúlkan með hörgula hárið eftir Debussy, hér í útsetningu Stefan Nesbya. Rétt eins og Pavane eftir Ravel er þetta upphaflega píanótónsmíð, þrungin nostalgíu og náttúrustemningu. Hafdís mótaði laglínurnar ekki af nægilegri innlifun, það vantaði ljóðrænu í túlkunina, eins og flautuleikarinn hefði ekkert að segja með tónlistinni. Hvar var sálin í verkinu? Gítarhljómar Svans voru engu að síður fallegir, en það dugði ekki til. Kraftmeiri tónlist fór Hafdísi greinilega betur, því Entr’acte eftir Ibert var glæsileg. Flautuleikurinn var fullur af tilfinningu og tilkomumiklum hápunktum. Sömu sögu er að segja um stórbrotinn gítarleikinn, sem var auk þess skreyttur alls konar blæbrigðum. Þetta var flott. Lokalagið var líka ágætt, annar dans eftir Ravel, að þessu sinni Habanera. Túlkunin var skemmtilega lokkandi, litrík og spennandi, stefin seiðandi, hljómarnir fagurlega mótaðir. Þau Hafdís og Svanur eru auðheyrilega fínir tónlistarmenn, en þau hefðu mátt liggja meira yfir rólegri þáttum dagskrárinnar.Niðurstaða: Oftast ágætur flutningur á fallegri tónlist. Tónlistargagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, Ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seyði. Ljósmyndaspjall í Héraðsskjalasafninu, bókaupplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu í Gerðarsafni, tónleikar í Salnum og margt fleira. Á miðvikudaginn lagði ég leið mína í síðastnefnda húsið og hlýddi á Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Svan Vilbergsson gítarleikara. Tónlistin sem þau báru á borð var svo sannarlega fögur. Fyrst á dagskránni var Pavane fyrir látna prinsessu eftir Ravel, í útsetningu Konrad Ragossnig. Eins og óteljandi tónverk á borð við menúett, gavotte, saraböndu og passakalíu þá er pavane gamall dans, mjög hægur. Þetta er þó engin danstónlist og hún er ekki heldur helguð neinni sérstakri prinsessu. Stemningin er samt tregafull og vissulega væri hægt að dilla sér við hana ef slíkt væri í boði. Hafdís var þó langt frá því að stíga dansspor á sviðinu, hún virtist satt best að segja ekki vera komin í gang þarna í upphafi. Hljómurinn í flautunni var loðinn, túlkunin máttlaus og ekki sérlega sannfærandi. Svanur fylgdi hins vegar ásættanlega, en heildarútkoman var engu að síður flöt. Miklu betri voru Mouvements perpetuels eftir Poulenc. Hraðar flaututónarunur voru jafnar og flæðandi, fullkomlega áreynslulausar. Gítarleikurinn var líka léttur og leikandi, gæddur fjölbreyttum litbrigðum. Nokkuð síðri var prelúdían Stúlkan með hörgula hárið eftir Debussy, hér í útsetningu Stefan Nesbya. Rétt eins og Pavane eftir Ravel er þetta upphaflega píanótónsmíð, þrungin nostalgíu og náttúrustemningu. Hafdís mótaði laglínurnar ekki af nægilegri innlifun, það vantaði ljóðrænu í túlkunina, eins og flautuleikarinn hefði ekkert að segja með tónlistinni. Hvar var sálin í verkinu? Gítarhljómar Svans voru engu að síður fallegir, en það dugði ekki til. Kraftmeiri tónlist fór Hafdísi greinilega betur, því Entr’acte eftir Ibert var glæsileg. Flautuleikurinn var fullur af tilfinningu og tilkomumiklum hápunktum. Sömu sögu er að segja um stórbrotinn gítarleikinn, sem var auk þess skreyttur alls konar blæbrigðum. Þetta var flott. Lokalagið var líka ágætt, annar dans eftir Ravel, að þessu sinni Habanera. Túlkunin var skemmtilega lokkandi, litrík og spennandi, stefin seiðandi, hljómarnir fagurlega mótaðir. Þau Hafdís og Svanur eru auðheyrilega fínir tónlistarmenn, en þau hefðu mátt liggja meira yfir rólegri þáttum dagskrárinnar.Niðurstaða: Oftast ágætur flutningur á fallegri tónlist.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira