Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:34 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum. Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu um fundinn. Á fundinum verða rædd hagsmunamál fjórðungsins sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Starfandi ráðherrar málaflokkanna hafa staðfest komu sína til fundarins; ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið. Auk þess hefur formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verið boðið til fundarins. Að loknum framsögum taka fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði til að svara spurningum úr sal. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður. Verkefnin sem rædd verða á borgarafundinum lúta að raforkumálum (Hvalárvirkjun), samgöngumálum (Gufudalssveit) og sjókvíaeldi (í Ísafjarðardjúpi). Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. „Raforkumál á Vestfjörðum hafa lengi verið bágborin af ýmsum ástæðum. Bæði er þar úr sér gengið flutningskerfi til Vestfjarða sem veldur rafmagnsleysi heimila og atvinnulífs með reglubundnum hætti og stundum fjárhagstjóni þegar verst lætur. Ekki hafa enn komið fram áform um að bæta flutningskerfið. Vaxandi atvinnuuppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt áformum um sambærilega innviðauppbyggingu á norðanverðum fjörðunum kalla á aukna raforku í fjórðungnum og þar er Hvalárvirkjun hagkvæmasti kosturinn svo fremi sem ráðist verði í gerð nýs tengipunktar fyrir raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar en þrátt fyrir það er barist hatrammlega gegn virkjunaráformunum af ýmsum hagsmunaaðilum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Ísafjarðardjúp sé skilgreint fyrir sjókvíaeldi, eitt örfárra svæða á landinu enda fjarri öllum ábatasömum stangveiðiám sem hafa eðlilegt verndargildi. Engu að síður sé barist ötullega gegn því eldi sem kynnt hefur verið. Framkvæmdaaðilar um borgarafundinn 24. september á Ísafirði telja mikilvægt að gefa íbúum fjórðungsins kost á að stofna til málefnalegrar og gagnrýninnar umræðu með sveitarstjórnum og ráðherrum, þar sem sjónarmið íbúa fái að komast að í umræðunni um málefni fjórðungsins til jafns á við aðra. Því er mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að spyrja út í þau brýnu verkefni sem verða til umræðu og fá svör við því hvers kunni að vera að vænta í þessum efnum á næstu mánuðum og að loknum kosningum.
Árneshreppur Kaldrananeshreppur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira