Þúsundir börðust um 4300 miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar tóku Úkraínumenn 2-0 á Laugardalsvelli á dögunum. Gylfi Þór fékk gult spjald í leiknum og er á hættusvæði fyrir Tyrklandsleikinn 6. október. Vísir/Anton Brink Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent