Rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2017 10:15 Hægt er að ganga kringum verkið á gólfinu og líka njóta þess ofan af svölum. Mynd/Vigfús Birgisson Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma. Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma.
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira