Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2017 16:18 Thomas reyndi að varpa sökinni á skipsfélaga sinn á Polar Nanoq, Nikolaj Olsen. Nikolaj (á myndinni) bar vitni fyrir dómi en mundi lítið eftir atburðum sökum ölvunar. Vísir/Anton Brink Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness horfði til þess við ákvörðun dóms yfir Thomasi Möller Olsen að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur hefði verið hrottaleg og langdregin. Auk þess hefði hann reynt að afvegaleiða lögreglu við rannsókn málsins og varpa sök á skipsfélaga sinn við meðferð málsins fyrir dómi. Allt þetta leiddi til refsiþyngingar fyrir grænlenska skipverjann sem var í dómi dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn. Þá bæri að líta til þess að Thomas hefði einnig verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Dómurinn mat það svo að Thomas ætti sér engar málsbætur. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. „Að því loknu kom ákærði brotaþola í vatn þar sem hún drukknaði. Atlaga ákærða var því bæði afar hrottafengin og langdregin. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framansögðu að ákærði aðhafðist margt til þess að reyna að leyna broti sínu. Þá freistaði hann þess með framburði sínum fyrir dómi að varpa sök á skipsfélaga sinn. Allt horfir þetta til refsiþyngingar og verður litið til ákvæða 1., 2., 3. og 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar ákærða. Við refsimatið verður heldur ekki fram hjá því litið að ákærði er í málinu einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í niðurstöðu dómsins.Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst.vísir/eyþórKomið fyrir rænulausri eða ósjálfbjarga í vatni Dómurinn taldi sannað með blóðsýnum sem tekin voru úr rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem Thomas hafði á leigu, og niðurstöðum rannsókna á þeim sýnum að Birna hefði komið inn í bílinn. Þá þótti dómnum sömuleiðis sannað í ljósi þeirra ummerkja sem í bílnum voru og með niðurstöðum þeirra sérfræðinga sem ummerkin skoðuðu og mátu, að í bílnum hafi verið veist að brotaþola með ofbeldi, hún slegin ítrekað í andlit og höfuð og hún verið tekin kverkataki og hert að með ofsafengnum hætti í langan tíma. Enn fremur þykir dómnum mega slá því föstu á grundvelli niðurstöðu réttarkrufningar að eftir það hafi brotaþola verið komið í vatn, sjó eða ferskvatn, rænulausri eða í það minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún hafi síðan drukknað með skjótum hætti.Ekki ókunnugur suðvesturhorninu Þó svo ekki hefði tekist að upplýsa hvernig Birnu var komið þangað sem lík hennar fannst við Selvogsvita taldi dómurinn að miðað við skýringar Thomasar á þeim akstursleiðum sem hann ók bílaleigubílnum á meðan hann hafði hann á leigu væri að lágmarki óútskýrður 140 km akstur. Taldi dómurinn ljóst miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram um vegalengdir í málinu að sú akstursvegalengd væri nóg til þess að aka frá Hafnarfjarðarhöfn og á það svæði þar sem líkið fannst og til baka aftur. Þá lá fyrir að Thomas hefði fimm sinnum tekið bíl á leigu á Íslandi og í öll skiptin ekið talsverðar vegalengdir. Hann væri því ekki alls ókunnugur suðvesturhorni landsins.Annar skór Birnu sem bræður fundu við leit við Hafnarfjarðarhöfn.Pétur PéturssonDNA á skóm Birnu Að lokum getur dómurinn þess að á myndskeiði úr eftirlitsmyndavél á svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn sést Thomas aka bílaleigubílnum mjög nálægt þeim stað sem skór Birnu fundust. Samkvæmt lokaskýrslu Réttarrannsóknarmiðstöðvar sænska ríkisins, dagsettri 10. mars 2017, bentu niðurstöður greiningar á blöndu á DNA-sýnum af reim á vinstri skó brotaþola mjög eindregið til þess að hluti erfðaefnisins (DNA) væri úr Birnu og hluti úr Thomasi. Miðað við þetta og fyrrgreind atriði telur dómarinn eindregið benda til þess að Thomas hafi verið sá sem veittist að Birnu með þeim afleiðingum að hún lést. Er það mat dómsins að öllum þessum atriðum heildstætt virtum og með vísan til annars þess sem að framan er rakið að telja verði sannað gegn neitun Thomasar svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum að Thomas hafi orðið Birnu að bana28 milljónir króna í kostnaðGæsluvarðhaldið sem Thomas hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Dóminn í heild má lesa hér. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness horfði til þess við ákvörðun dóms yfir Thomasi Möller Olsen að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur hefði verið hrottaleg og langdregin. Auk þess hefði hann reynt að afvegaleiða lögreglu við rannsókn málsins og varpa sök á skipsfélaga sinn við meðferð málsins fyrir dómi. Allt þetta leiddi til refsiþyngingar fyrir grænlenska skipverjann sem var í dómi dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn. Þá bæri að líta til þess að Thomas hefði einnig verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Dómurinn mat það svo að Thomas ætti sér engar málsbætur. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. „Að því loknu kom ákærði brotaþola í vatn þar sem hún drukknaði. Atlaga ákærða var því bæði afar hrottafengin og langdregin. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framansögðu að ákærði aðhafðist margt til þess að reyna að leyna broti sínu. Þá freistaði hann þess með framburði sínum fyrir dómi að varpa sök á skipsfélaga sinn. Allt horfir þetta til refsiþyngingar og verður litið til ákvæða 1., 2., 3. og 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar ákærða. Við refsimatið verður heldur ekki fram hjá því litið að ákærði er í málinu einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í niðurstöðu dómsins.Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst.vísir/eyþórKomið fyrir rænulausri eða ósjálfbjarga í vatni Dómurinn taldi sannað með blóðsýnum sem tekin voru úr rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem Thomas hafði á leigu, og niðurstöðum rannsókna á þeim sýnum að Birna hefði komið inn í bílinn. Þá þótti dómnum sömuleiðis sannað í ljósi þeirra ummerkja sem í bílnum voru og með niðurstöðum þeirra sérfræðinga sem ummerkin skoðuðu og mátu, að í bílnum hafi verið veist að brotaþola með ofbeldi, hún slegin ítrekað í andlit og höfuð og hún verið tekin kverkataki og hert að með ofsafengnum hætti í langan tíma. Enn fremur þykir dómnum mega slá því föstu á grundvelli niðurstöðu réttarkrufningar að eftir það hafi brotaþola verið komið í vatn, sjó eða ferskvatn, rænulausri eða í það minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún hafi síðan drukknað með skjótum hætti.Ekki ókunnugur suðvesturhorninu Þó svo ekki hefði tekist að upplýsa hvernig Birnu var komið þangað sem lík hennar fannst við Selvogsvita taldi dómurinn að miðað við skýringar Thomasar á þeim akstursleiðum sem hann ók bílaleigubílnum á meðan hann hafði hann á leigu væri að lágmarki óútskýrður 140 km akstur. Taldi dómurinn ljóst miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram um vegalengdir í málinu að sú akstursvegalengd væri nóg til þess að aka frá Hafnarfjarðarhöfn og á það svæði þar sem líkið fannst og til baka aftur. Þá lá fyrir að Thomas hefði fimm sinnum tekið bíl á leigu á Íslandi og í öll skiptin ekið talsverðar vegalengdir. Hann væri því ekki alls ókunnugur suðvesturhorni landsins.Annar skór Birnu sem bræður fundu við leit við Hafnarfjarðarhöfn.Pétur PéturssonDNA á skóm Birnu Að lokum getur dómurinn þess að á myndskeiði úr eftirlitsmyndavél á svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn sést Thomas aka bílaleigubílnum mjög nálægt þeim stað sem skór Birnu fundust. Samkvæmt lokaskýrslu Réttarrannsóknarmiðstöðvar sænska ríkisins, dagsettri 10. mars 2017, bentu niðurstöður greiningar á blöndu á DNA-sýnum af reim á vinstri skó brotaþola mjög eindregið til þess að hluti erfðaefnisins (DNA) væri úr Birnu og hluti úr Thomasi. Miðað við þetta og fyrrgreind atriði telur dómarinn eindregið benda til þess að Thomas hafi verið sá sem veittist að Birnu með þeim afleiðingum að hún lést. Er það mat dómsins að öllum þessum atriðum heildstætt virtum og með vísan til annars þess sem að framan er rakið að telja verði sannað gegn neitun Thomasar svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum að Thomas hafi orðið Birnu að bana28 milljónir króna í kostnaðGæsluvarðhaldið sem Thomas hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Dóminn í heild má lesa hér.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira