Upplifði algjört hjálparleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2017 19:30 Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira