Gríðarleg aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2017 14:30 Rúmlega 51.700 bílar fóru daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Vísir/Pjetur Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar. Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar.
Samgöngur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira