Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 19:15 Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30