Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 11:25 Ísland enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Heimspressan sparar sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. Birtir hún jafnan mynd af forsætisráðherranum, Bjarna Benediktssyni, með fregnum sínum af málinu. Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira