Kysi að setjast í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:50 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði í gestabók á Bessastöðum áður en hann hélt á fund forseta í dag. Vísir/Daníel Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ágætlega stemmdur fyrir komandi kosningum eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi og telur vænlegast að sitja í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Mitt hjarta slær til vinstri,“ sagði Logi á Bessastöðum í dag. Hann sagðist ekki byrjaður að stofna til kosningabandalaga en að helst myndi hann óska sér að setjast í stjórn „undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur frekar en nokkurs annars.“Útilokar flokka með „mannfjandsamleg viðhorf“ Aðspurður hvort Samfylkingin útiloki samstarf við einhvern flokk sagðist Logi ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem „setja á oddinn mannfjandsamleg viðhorf.“ Þar sagðist hann enn fremur ekki vera að vísa til neins sérstaks stjórnmálaflokks. Logi sagðist ágætlega stemmdur fyrir kosningar þrátt fyrir að Samfylkingin hafi beðið afhroð í síðustu kosningum. Hann taldi að sóknarfæri væri fyrir flokkinn sem hefði ágætis málefnaskrá. Logi sagðist vilja að mynduð yrði ríkisstjórn með umburðarlyndi, mannúð og menntamál að leiðarljósi. Þá vildi Logi ekki hafa stór orð um starfandi starfsstjórn fram að kjördegi, 4. nóvember. Hann sagðist þó hafa samþykkt þá dagsetningu, eini gallinn væri að kosningarnar yrðu þá sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Björt framtíð verður með í starfsstjórn Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú. 16. september 2017 17:30
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26