Píratar sakaðir um að rægja land og þjóð á erlendum vettvangi Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 13:56 Prófessorinn segir það ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25