Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. september 2017 09:00 Svandís segir að ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum Sigríðar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00
Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52