Bjarki Þór fer aftur í búrið 7. október | Keppir ekki lengur undir merkjum Mjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 10:45 Bjarki Þór Pálsson er ósigraður sem atvinnumaður í MMA. mynd/baldur kristjánsson Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“ MMA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“
MMA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Sjá meira