Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 14:46 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin. Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Þetta fengu þau að vita í morgun eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim skyldi vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey ElíasdóttirBæði í viðkvæmri stöðu Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf og hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna sem hefur aðstoðað þau hér á landi, segir íslensk yfirvöld halda því fram að það muni fara vel um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur segir söguna sýna annað en það að Abrahim og Haniye muni eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ segir Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra því við viljum einfaldlega að svona mál verði tekin til efnislegrar meðferðar,“ segir hann en kveðst þó ekki telja að hægt sé að fara með mál feðginanna eitthvað áfram til æðra stjórnvalds í kerfinu. Það stefnir því allt í, eins og áður segir, að Haniye og Abrahim verði vísað úr landi á næstunni.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá því fyrr í sumar um feðginin.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Draumur Haniye varð að veruleika Töluverður fjöldi var í afmælisveislu Haniye frá Afganistan sem haldin var í gær á Klambratúni. 3. ágúst 2017 09:30