Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 15:17 Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd. Kjaramál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd.
Kjaramál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira