Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:45 Réttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin í Afríku og sæta einstaklingar ofsóknum og mæta miklum fordómum. Stjórnvöld taka nú á móti hópi hinsegin flóttafólks í annað sinn en þessi mynd er úr Gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“ Flóttamenn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“
Flóttamenn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira