Biggi flugþjónn ósáttur við akstursbann: „Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 21:50 Birgir Örn, áður þekktur sem Biggi lögga, segist ósammála lögreglustjóranum „Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
„Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40