Harry á erfitt með að fyrirgefa afskiptaleysi ljósmyndaranna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 23:08 Prinsarnir minnast Díönu þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Vísir/getty Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017 Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017
Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04
„Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00
Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53
Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32
Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09