Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:54 Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Kompás Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00