Þessi tónlist valdi mig en ekki ég hana Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 12:00 Svanur Vilbergsson, gítarleikari ætlar að taka við keflinu á tónleikaröðinni Reykjavík Classics á mánudaginn. Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira