Sjálfsvíg algengur fylgikvilli netfíknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:00 Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira