Veðurstofan um Menningarnótt: Frábært flugeldaveður en vindur gæti strítt hlaupurum Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2017 10:39 Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 34. sinn á laugardaginn. Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“ Menningarnótt Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“
Menningarnótt Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira