Tjörnes frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2017 11:00 Hörður og Pétur mynda saman sveitina Tjörnes. Hljómsveitin Tjörnes er tveggja manna sveit skipuð Herði Bjarkasyni og Pétri Finnbogasyni en Tjörnes frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. „Við erum búnir að spila í mjög langan tíma saman bæði í ballhljómsveit og sem trúbadorar. Það hefur lengi verið draumur hjá okkur báðum að gefa út hressa, skemmtilega og dansvæna tónlist. Út frá þessu þurftum við nafn á samstarfið okkar,“ segir Pétur Finnbogason. Af hverju Tjörnes? „Við höfum lengi grínast með nafnið þar til að það vandist svona vel. Tjörnes er einnig merkilegur staður á Íslandi sem hefur að geyma hin 500 metra þykku sjávarsetlög, Tjörneslögin. Hinsvegar er nafn hljómsveitarinnar komið frá ömmu minni en hún talaði alltaf um strákapjakka sem Tjörnes þannig við byrjuðum að tala um okkur sem trúbadorana Tjörnes&Bernes.“ Lagið ber nafnið Örlítið salsa og er það samið af þeim báðum en textinn er eingöngu saminn af Herði. Pétur var í Bláum Ópal sem keppti með laginu Stattu Upp í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 og lenti í 2. sæti. Hann stofnaði ballhljómsveitina Bandmenn árið 2015. Hörður er saxafónleikari og er einnig í sveitinni Bandmenn. Arnar Hugi Birkisson sá um leikstjórn, klippingu og upptöku myndbandsins. Pétur Geir Magnússon fer með aðalhlutverkið. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Tjörnes er tveggja manna sveit skipuð Herði Bjarkasyni og Pétri Finnbogasyni en Tjörnes frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. „Við erum búnir að spila í mjög langan tíma saman bæði í ballhljómsveit og sem trúbadorar. Það hefur lengi verið draumur hjá okkur báðum að gefa út hressa, skemmtilega og dansvæna tónlist. Út frá þessu þurftum við nafn á samstarfið okkar,“ segir Pétur Finnbogason. Af hverju Tjörnes? „Við höfum lengi grínast með nafnið þar til að það vandist svona vel. Tjörnes er einnig merkilegur staður á Íslandi sem hefur að geyma hin 500 metra þykku sjávarsetlög, Tjörneslögin. Hinsvegar er nafn hljómsveitarinnar komið frá ömmu minni en hún talaði alltaf um strákapjakka sem Tjörnes þannig við byrjuðum að tala um okkur sem trúbadorana Tjörnes&Bernes.“ Lagið ber nafnið Örlítið salsa og er það samið af þeim báðum en textinn er eingöngu saminn af Herði. Pétur var í Bláum Ópal sem keppti með laginu Stattu Upp í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 og lenti í 2. sæti. Hann stofnaði ballhljómsveitina Bandmenn árið 2015. Hörður er saxafónleikari og er einnig í sveitinni Bandmenn. Arnar Hugi Birkisson sá um leikstjórn, klippingu og upptöku myndbandsins. Pétur Geir Magnússon fer með aðalhlutverkið.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira