Dagur: Vil að Japan eignist alvöru landslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni