Stjórnmál og lygar Þorvaldur Gylfason skrifar 3. ágúst 2017 10:00 Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun