Tugir hælisleitenda horfið af radarnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira