Moldrík af börnum og klúbbum Landspítalinn kynnir 31. júlí 2017 11:15 Sigríður er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Sjá meira
Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Sjá meira