Lítið fækkað í hópi sprautufíkla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 14:00 Um 350 manns leita á Vog árlega vegna sprautufíknar. vísir/e.ól Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira