Chad Smith sýnir trommulistir sínar í Hörpu Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 09:45 Chad Smith hefur oft náð að lista yfir bestu trommara heims. NORDICPHOTOS/GETTY Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun. Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun.
Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira