Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005. Mynd/Freyja Gylfadóttir Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu." Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu."
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira