Segir jafnrétti milli karla og kvenna í íslenska boltanum: „Það má læra margt af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2017 09:30 Gemma Fay er ánægð með dvölina á Íslandi. vísir/eyþór Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki