Segir jafnrétti milli karla og kvenna í íslenska boltanum: „Það má læra margt af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2017 09:30 Gemma Fay er ánægð með dvölina á Íslandi. vísir/eyþór Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira