Þetta er svakalega flott lið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 10:15 "Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson um listamannahópinn. Vísir/GVA Listamenn frá Kína, Evrópu, Ameríku og Íslandi eiga verk á sýningunni Rúllandi snjóbolti/9 sem verður opnuð á Djúpavogi á laugardaginn klukkan 15. „Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður sem er sýningarstjóri ásamt Þór Vigfússyni. „Við eigum, mörg hver, langa fortíð saman, höfum sýnt í sömu galleríum og jafnvel á sömu sýningum,“ segir Sigurður um listafólkið. „Til dæmis hefur Marlene Dumas, ein þekktasta listakona heims, verið góð vinkona mín alveg frá því hún fór að sýna sín fyrstu verk. Hún er frá Suður-Afríku en býr í Amsterdam í Hollandi og á nokkrum öðrum stöðum í heiminum.“Þessi mynd var tekin í fyrra á Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni.Sigurður er í bíl þegar viðtalið fer fram. „Ég er með aðstoðarkonu sem keyrir mig, var of timbraður til að keyra sjálfur. Við skruppum frá Djúpavogi upp á Egilsstaði til að ná í gler og erum á bakaleið, meðfram Lagarfljótinu. Ætlum Öxi til baka.“ Sýningin sem er í Bræðslunni er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) í samstarfi við Djúpavogshrepp. „Við erum með alla verksmiðjuna, stórt pláss, fleiri hundruð fermetra,“ lýsir Sigurður og segir listamennina vera að tínast að. „Þetta er svakalega flott lið, það vantar ekki, það komust samt ekki allir enda illmögulegt að fá gistipláss úti á landi á þessum árstíma,“ segir hann og tekur fram að Haraldur Jónsson muni standa fyrir gjörningi á opnuninni. Þetta níunda sýningin sem CEAC stendur fyrir undir heitinu Rúllandi snjóbolti en hún er sú fjórða á Djúpavogi á jafn mörgum árum. „Konan mín, hún Ineke Guðmundsson, startaði kínversk-evrópsku menningarmiðstöðinni í Kína fyrir 20 árum til að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda og þessi samvinna milli Djúpavogs og CEAK er komin til að vera. Þetta er mjög flott verkefni og við viljum halda því áfram,“ segir Sigurður sem kominn er fram á fjallsbrúnir í Berufirði þegar við slítum samtalinu.Fólk á leið í Bræðsluna á Rúllandi snjóbolta. Listaverk Sigurðar, Eggin, eru á stöplum í röð á hafnarbakkanum.Sýningin stendur til 20. ágúst og þeir sem sýna í ár eru: Árni Ingólfsson, Árni Páll Jóhannsson, Arnout Mik, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gjörningaklúbburinn, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Guido van der Werve, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kan Xiuan, Kristján Guðmundsson, Magnús Logi Kristinsson, Margrét Blöndal, Marlene Dumas, Meiya Lin, Mercedes Azpilicueta, Ólafur Elíasson, Pauline Curnier-Jardin, Ragnar Kjartansson, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Stevens Vaughn, Tumi Magnússon, Þór Vigfússon, Wei Na/ Yang Jian. Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listamenn frá Kína, Evrópu, Ameríku og Íslandi eiga verk á sýningunni Rúllandi snjóbolti/9 sem verður opnuð á Djúpavogi á laugardaginn klukkan 15. „Þetta eru allt vinir mínir úr listheimum. Þeir segja alltaf já við mig,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður sem er sýningarstjóri ásamt Þór Vigfússyni. „Við eigum, mörg hver, langa fortíð saman, höfum sýnt í sömu galleríum og jafnvel á sömu sýningum,“ segir Sigurður um listafólkið. „Til dæmis hefur Marlene Dumas, ein þekktasta listakona heims, verið góð vinkona mín alveg frá því hún fór að sýna sín fyrstu verk. Hún er frá Suður-Afríku en býr í Amsterdam í Hollandi og á nokkrum öðrum stöðum í heiminum.“Þessi mynd var tekin í fyrra á Rúllandi snjóbolta í Bræðslunni.Sigurður er í bíl þegar viðtalið fer fram. „Ég er með aðstoðarkonu sem keyrir mig, var of timbraður til að keyra sjálfur. Við skruppum frá Djúpavogi upp á Egilsstaði til að ná í gler og erum á bakaleið, meðfram Lagarfljótinu. Ætlum Öxi til baka.“ Sýningin sem er í Bræðslunni er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC) í samstarfi við Djúpavogshrepp. „Við erum með alla verksmiðjuna, stórt pláss, fleiri hundruð fermetra,“ lýsir Sigurður og segir listamennina vera að tínast að. „Þetta er svakalega flott lið, það vantar ekki, það komust samt ekki allir enda illmögulegt að fá gistipláss úti á landi á þessum árstíma,“ segir hann og tekur fram að Haraldur Jónsson muni standa fyrir gjörningi á opnuninni. Þetta níunda sýningin sem CEAC stendur fyrir undir heitinu Rúllandi snjóbolti en hún er sú fjórða á Djúpavogi á jafn mörgum árum. „Konan mín, hún Ineke Guðmundsson, startaði kínversk-evrópsku menningarmiðstöðinni í Kína fyrir 20 árum til að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda og þessi samvinna milli Djúpavogs og CEAK er komin til að vera. Þetta er mjög flott verkefni og við viljum halda því áfram,“ segir Sigurður sem kominn er fram á fjallsbrúnir í Berufirði þegar við slítum samtalinu.Fólk á leið í Bræðsluna á Rúllandi snjóbolta. Listaverk Sigurðar, Eggin, eru á stöplum í röð á hafnarbakkanum.Sýningin stendur til 20. ágúst og þeir sem sýna í ár eru: Árni Ingólfsson, Árni Páll Jóhannsson, Arnout Mik, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gjörningaklúbburinn, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Guido van der Werve, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kan Xiuan, Kristján Guðmundsson, Magnús Logi Kristinsson, Margrét Blöndal, Marlene Dumas, Meiya Lin, Mercedes Azpilicueta, Ólafur Elíasson, Pauline Curnier-Jardin, Ragnar Kjartansson, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Stevens Vaughn, Tumi Magnússon, Þór Vigfússon, Wei Na/ Yang Jian.
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira