Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 17:54 Margrét Pála Ólafsdóttir, forsvarsmaður Hjallastefnunnar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“ Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00