Smálánafyrirtæki sektuð um tíu milljónir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 15:07 Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. vísir/stefán Neytendastofa hefur lagt tíu milljón króna stjórnvaldssekt á E-content sem er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálána, 1909, Múla og Hraðpeninga fyrir brot gegn lögum um neytendalán. Stofnunin hafði áður tekið ákvörðun um að háttsemi fyrirtækjanna bryti gegn lögum.Hálf milljón á dag þar til sektin er greidd E-content fær fjórtán daga til þess að greiða sektina. Eftir það verða lagðar dagsektir á fyrirtækið sem nema 500 þúsund krónum á dag. Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana í meginatriðum. Stofnunin taldi að kaupverð bóka sem smálánafyrirtækin selja, og neytendur þurfa að kaupa til þess að eiga kost á láni, sé í raun kostnaður af láninu. Það leiði til þess að heildarkostnaður af láni gefi árlega hlutfallstölu kostnaðar sem fari langt umfram leyfilegt hámark. Þá hafi í ákvörðuninni jafnframt verið tekið að því að hvorki væru veittar fullnægjandi upplýsingar í stöðluðu eyðublaði sem veita á fyrir samningsgerð, né í lánssamningi. Neytendastofa taldi fyrirtækið ekki sýna fram á að farið hafi verið að ákvörðunum stofnunarinnar. Var stjórnvaldssekt lögð á fyrirtækið. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt tíu milljón króna stjórnvaldssekt á E-content sem er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálána, 1909, Múla og Hraðpeninga fyrir brot gegn lögum um neytendalán. Stofnunin hafði áður tekið ákvörðun um að háttsemi fyrirtækjanna bryti gegn lögum.Hálf milljón á dag þar til sektin er greidd E-content fær fjórtán daga til þess að greiða sektina. Eftir það verða lagðar dagsektir á fyrirtækið sem nema 500 þúsund krónum á dag. Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana í meginatriðum. Stofnunin taldi að kaupverð bóka sem smálánafyrirtækin selja, og neytendur þurfa að kaupa til þess að eiga kost á láni, sé í raun kostnaður af láninu. Það leiði til þess að heildarkostnaður af láni gefi árlega hlutfallstölu kostnaðar sem fari langt umfram leyfilegt hámark. Þá hafi í ákvörðuninni jafnframt verið tekið að því að hvorki væru veittar fullnægjandi upplýsingar í stöðluðu eyðublaði sem veita á fyrir samningsgerð, né í lánssamningi. Neytendastofa taldi fyrirtækið ekki sýna fram á að farið hafi verið að ákvörðunum stofnunarinnar. Var stjórnvaldssekt lögð á fyrirtækið.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira